Heimilar samstarf Eimskips og Royal Arctic Line

Samkeppniseftirlitið veitti á miðvikudaginn Eimskipi og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimilt að hefja samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Fram kemur að samstarfið sé háð ákveðnum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setur. Þar segir ennfremur að í tengslum við fyrirhugað samstarf séu Eimskip og Royal Arctic Line með í smíðum þrjú 2150 gámaeininga skip sem gert sé ráð fyrir að verði komin í rekstur undir lok þessa árs.

„Tvö af skipunum verða í eigu Eimskips og Royal Arctic Line mun eiga eitt. Skipin verða notuð í vikulegum siglingum á milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skandinavíu. Samstarfið byggir á vel þekktri aðferðafræði í alþjóðlegum skipaflutningum, VSA (Vessel Sharing Agreement), þar sem félögin skipta með sér plássi í skipum sínum á siglingaleiðinni.“

Þessi nýju skip Eimskips verða þau stærstu sem fyrirtækið hefur haft í sinni þjónustu og sérstaklega hönnuð fyrir aðstæður í Norður-Atlantshafninu. „Með samstarfinu og stærri skipum næst fram stærðarhagkvæmni í rekstri ásamt því að nýju skipin verða umhverfisvænni og hagkvæmari. Samhliða komu nýju skipanna er gert ráð fyrir að skipin Goðafoss og Laxfoss verði seld.“

Royal Arctic Line muni í tengslum við samstarfið við Eimskip geta boðið uppá flutningaþjónustu við íslenska markaðinn. „Með samstarfinu tengist Grænland við alþjóðlegt siglingakerfi Eimskips en með föstum vikulegum siglingum opnast tækifæri fyrir beinar tengingar Grænlendinga inn á alþjóðamarkaði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK