Hætt við samruna þýskra banka

AFP

Tveir stærstu bankar Þýskalands, Deutsche Bank og Commerzbank, tilkynntu í morgun að þeir hefðu slitið viðræðum sínum um mögulegan samruna.

Fram kemur í yfirlýsingu frá bönkunum að eftir að farið hefði verið yfir málið væri niðurstaðan sú að kostir samrunans væru ekki nægjanlega miklir til þess að réttlæta þá áhættu og kostnað sem fylgdi svo flóknum samningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK