United flýgur beint frá Keflavík til New York

Boeing 757-200-vél United Airlines á Keflavíkurflugvelli. Flugfélagið mun fljúga daglega …
Boeing 757-200-vél United Airlines á Keflavíkurflugvelli. Flugfélagið mun fljúga daglega milli Keflavíkur og New York í sumar. Ljósmynd/United Airlines

United Airlines mun bjóða upp á daglegar ferðir milli Íslands og Newark-flugvallar við New York í sumar og fram í október. Frá þessu er greint í kynningargrein á vefnum Túristi.is. United hefur áður boðið upp á árstíðabundið áætl­un­ar­flug sitt á milli Kefla­vík­ur og Newark-flug­vall­ar.

Flogið verður með Boeing 757-200-flugvélum með samtals 169 sæti. Ferðirnar hefjast 7. júní og verða í boði til 4. október.

„Við erum hæstánægð með að halda úti beinu flugi milli Reykjavíkur og New York/Newark í sumar. Flugið býður ekki aðeins viðskiptavinum okkar á Íslandi upp á þægilega komutíma í New York-borg heldur einnig möguleika á tengiflugi til meira en 70 áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Karabíska hafinu eða Mið-Ameríku,” er haft eftir Bob Schumacher, framkvæmdastjóra sölusviðs United í Bretlandi, Írlandi og Íslandi.

Flug United fer frá Kefla­vík klukk­an 11.55 á hverj­um degi og lend­ir í New York/​Newark klukk­an 14:05 sama dag. Flugið til baka fer frá New York/​Newark klukk­an 22.40 á hverj­um degi og lend­ir klukk­an 8:20 dag­inn eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK