Lífeyrissjóðir kaupa meirihluta í HS Orku

Lífeyrissjóðir keyptu meirihluta í HS orku.
Lífeyrissjóðir keyptu meirihluta í HS orku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jarðvarmi slhf., félag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, hefur nýtt forkaupsrétt sinn og keypt 53,9% hlut í HS Orku af Innergex ásamt því að kaupa 12,7% hlut fagfjárfestingasjóðsins ORK í félaginu. Samhliða þessu hefur Jarðvarmi fengið erlenda félagið Ancala Partners til samstarfs, en það félag mun í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma. Fyrir átti Jarðvarmi 33,4% hlut í HS Orku.

Samkvæmt tilkynningu frá Jarðvarma er kaupverð á samtals 66,6% hlut í HS orku 47 milljarðar. Samkvæmt því er verðmat HS Orku 70,5 milljarðar.

Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna.

Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum, að því er segir í tilkynningunni.

Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK