Lánshæfi ríkissjóðs batnar

mbl.is/Hjörtur

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hækkaði í dag skammtímaeinkunnir ríkissjóðs úr F1 í F1+ vegna breyttrar aðferðafræði að því er segir í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Langtímaeinkunnir ríkissjóðs standa óbreyttar í A með stöðugum horfum. Fitch hækkaði einnig landsþak úr A í A+ í ljósi þess að fjármagnshöftum hefur verið aflétt nánast að fullu.

Fram komi í rökstuðningi Fitch að gjaldþrot WOW air og aflabrestur í loðnu séu meðal þeirra þátta sem hafa breytt efnahagshorfum til hins verra í ár, en fyrirtækið búist hins vegar við því að hagkerfið vaxi um 2,5% árið 2020. Þá komi fram að gengi krónunnar hafi verið tiltölulega stöðugt þrátt fyrir losun fjármagnshafta og gjaldþrot WOW air.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK