Aukin sala í góða veðrinu

Unga fólkið tekur hér til hendinni í garðinum. Veltuaukning var …
Unga fólkið tekur hér til hendinni í garðinum. Veltuaukning var í byggingavöruverslunum í góða veðrinu í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir virðast hafa tekið ötullega til hendinni í útiverkunum í góða veðrinu í maí, ef marka má veltuaukningu byggingavöruverslana í mánuðinum. Samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar var velta byggingavöruverslana 13,7% hærri en í maí í fyrra og 29,9% hærri en í apríl síðastliðnum.

Sumarið er jafnan veltuhæsta árstíðin í byggingavöruverslunum, bæði vegna háanna í ýmsum framkvæmdum, en einnig vegna sölu á árstíðarvöru á borð við garðáhöld og grillvörur.

Veltan í flokki húsgagna dróst hins vegar saman  í maí um 4,5% og segir í frétt Rannsóknarsetursins að það bendi til þess að landsmenn hafi varið meiri tíma utandyra en innandyra. Þegar litið er til einstaka flokka húsgagna dróst velta rúma saman um 2,6% og velta skrifstofuhúsgagna um 7,3%.

Þá jókst velta áfengis töluvert á milli ára, eða um 13,6% í maí eða 11,5% á föstu verðlagi. Að því sögðu voru fimm föstudagar í maímánuði sem leið samanborið við fjóra í maí í fyrra, en föstudagar eru með söluhæstu dögum í áfengisverslunum hverja viku. Þá komst Ísland loksins í lokakeppni Eurovision eftir nokkurra ára fjarveru. Er  hvort tveggja fyrrnefnt auk veðurblíðunnar sagt líklegt til þess að ýta undir verslun með áfengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK