Eiga í viðræðum við Apple Music

Sölvi Blöndal formaður félags hljómplötuframleiðenda og stofnandi og annar aðaleigandi dreifingar- og útgáfufyrirtækisins Alda Music, segir að fyrirtækið sé að vinna að því að fá hingað til lands aðra streymisveitu, Apple Music, sem gæti þá veitt Spotify samkeppni. Hann segir í samtali við Viðskiptapúlsinn, hlaðvarp ViðskiptaMoggans, að sárlega vanti samkeppni á markaðinn. Hún komi að hans mati öllum vel, bæði Spotify, sem og neytendum og viðskiptavinum. „Apple Music er að hefja starfsemi á Möltu og því ætti næsta skref að geta verið Ísland,“ segir Sölvi, og bætir við að Apple Music sé jákvætt fyrir mögulegri komu hingað til lands.

Sölvi segir einnig í samtalinu að þegar hann og viðskiptafélagi hans Ólafur Arnalds hafi kynnt hugmyndina fyrir vinum sínum og fjárfestum árið 2014 hafi fáir haft trú á framtakinu, enda hafi flestir talið að nær útilokað væri fyrir tónlistarmenn að ná aftur vopnum sínum hvað tekjuöflun af sölu tónlistar varðaði. Nú sé hinvegar að verða breyting þar á en ný könnun sem unnin var fyrir félag hljómplötuframleiðenda, sýni að heildarverðmæti vegna sölu á hljóðritaðri tónlist á Íslandi árið 2018 hafi numið 663 milljónum króna á síðasta ári og hafi ekki verið hærra síðan árið 2007.

Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal eru forsvarsmenn Öldu Music.
Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal eru forsvarsmenn Öldu Music. Samsett mynd

Eins og fram kemur í grein í ViðskiptaMogganum í dag þá eru íslenskir tónlistarmenn farnir að hafa nokkrar tekjur af tónlist sinni með sölu hennar á Spotify, en Alda Music hefur milligöngu um að koma tónlistinni á framfæri á Spotify, meðal annars til að hún rati á spilunarlista.

Hlusta má á tólfta þátt Viðskipta­púls­ins hér að neðan. Þá má einnig nálg­ast fría áskrift að þáttunum í gegn­um helstu podcast-veit­ur hjá Itu­nes, Spotify og Google Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK