Valréttur til að mæta umframeftirspurn að fullu nýttur

Marel var skráð í Euronext-kauphöllina í Amsterdam fyrr í mánuðinum.
Marel var skráð í Euronext-kauphöllina í Amsterdam fyrr í mánuðinum.

Valréttur til þess að mæta umframeftirspurn í hlutafjárútboði Marels samhliða skráningu félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam, á genginu 3,7 evrur á hlut, fyrr í mánuðinum var að fullu nýttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel.

Í tengslum við útboðið veitti Marel umsjónaraðilum þess hefðbundinn valrétt til þess að mæta umframeftirspurn sem nam allt að 9.090.909 hlutum. Valrétturinn var nýtanlegur af alþjóðlegu umsjónaraðilum útboðsins fyrir hönd umsjónaraðila þess, í heild eða að hluta, í 30 daga frá fyrsta viðskiptadegi. Engar verðjöfnunaraðgerðir áttu sér stað á verðjöfnunartímabilinu.

Í kjölfar nýtingar á valréttinum er heildarfjöldi útboðshluta 100 milljónir, að söluandvirði 370 milljónir evra.

Frjálst flot hluta í Marel verður 75% af útistandandi hlutafé í Marel sem er um 771 milljón hlutir. 25% félagsins er í eigu Eyris Invest.

Marel lækkaði um 1,32% í Kauphöllinni í Amsterdam í dag og nemur gengið 3,9 evrur á hlut. Marel lækkaði um 0,18% í Kauphöll Íslands í dag og nemur gengið þar 551 krónu á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK