Útlit fyrir frekari vaxtalækkun

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ljósmynd/Íslandsbanki

Vaxtalækkun Seðlabankans í morgun um 0,25 prósentustig er í samræmi við allar væntingar og spár, og er útlit fyrir frekari vaxtalækkun á seinni helmingi ársins. Þetta segir í umsögn greiningadeildar Íslandsbanka.

Þar segir enn fremur að einhverjar væntingar hafi verið fyrir skarpari lækkun, og endurspeglist það til dæmis í lítilsháttar lækkun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisbréfa við opnun markaða.

Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans kemur fram að nefndin telji verðbólgu hafa náð hámarki og hún muni hjaðna á næstu mánuðum, þó nefnt sé að frekari veiking krónu gæti sett strik í reikninginn. Verðbólga mælist nú 3,3%, 0,7 prósentustigum meira en fyrir ári síðan. Hún er þó enn innan verðbólgumarkmiða bankans, sem kveða á um að stefnt skuli að 2,5% verðbólgu, með ásættanlegum skekkjumörkum um 1,5% í hvora átt.

Spáir Íslandsbanki því að verðbólga nái hámarki í september, um 3,4% en hjaðni síðan og standi í 2,9% í árslok.

Bankinn tekur undir með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að veiking krónunnar væri ekki sérstakt áhyggjuefni enn sem komið er, en Már sagði á fundi peningastefnunefndar í morgun að stefna bankans væri enn sem komið er að grípa inn í gjaldeyrismarkað og nýta gjaldeyrisforða bankans til að kaupa upp íslenskar krónur, þegar mæta þarf útflæði aflandskróna. Vekur bankinn sérstaka athygli á því að gengi krónunnar hafi jú haldist „býsna stöðugt frá miðjum júnímánuði“, það er í heila tíu daga!

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK