Riaan fer frá Arion til Íslandsbanka

Riaan Dreyer, nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka.
Riaan Dreyer, nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka. Ljósmynd/Aðsend

Riaan Dreyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka. Riaan hefur störf hjá bankanum í september. Hann hefur undanfarið verið forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að Riaan hafi þar áður unnið við hugbúnaðarlausnir hjá Meniga og við þróun viðskiptalausna hjá Standard Bank í Suður-Afríku hvar hann var forstöðumaður upplýsingatæknisviðs. Hann gegndi sömu stöðu hjá Liberty Life í Suður-Afríku og þar áður sem ráðgjafi hjá Deloitte Consulting.

Riaan er með meistarapróf í upplýsingatækni frá Pretoria-háskólanum í Suður-Afríku. Hann lauk BSc-gráðu í tryggingastærðfræði frá sama háskóla og BSc-gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Suður-Afríku. Hann hefur einnig lokið stjórnunarnámi frá IESE-háskólanum í Barcelona á Spáni auk þess sem hann stundaði nám í upplýsingatækni í Saïd-viðskiptaháskólanum, sem er hluti af Oxford-háskólanum í Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK