Ryanair lokar bækistöðvum vegna Boeing

Til stendur að fyrstu bækistöðvunum verði lokað í nóvember á …
Til stendur að fyrstu bækistöðvunum verði lokað í nóvember á þessu ári. AFP

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur tilkynnt að það muni loka nokkrum bækistöðvum sínum vegna væntanlegra tafa á afhendingu Boeing á 737 MAX-flugvélum til félagsins, sem kyrrsettar hafa verið í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa.

Ryanair gaf út tilkynningu þessa efnis í morgun, en þar segir að nú hefjist viðræður um það hvaða bækistöðvum verði lokað til skamms tíma eða til frambúðar.

Til stendur að fyrstu bækistöðvunum verði lokað í nóvember á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK