Róbert Wessman sest í stjórn Fuji Pharma

Róbert Wessman á stjórnarfundi Fuji Pharma í vikunni.
Róbert Wessman á stjórnarfundi Fuji Pharma í vikunni. Ljósmynd/Aðsend

Róbert Wessman forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech var í vikunni kosinn í stjórn japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma, en tilkynnt var fyrr á árinu að Fuji Pharma hefði fjárfest fyrir 50 milljónir bandaríkjadala í Alvotech og með því eignast 4,2% hlut í félaginu.

Fuji Pharma er skráð í kauphöllina í Tokyo og tilkynnt var um nýja stjórn í vikunni á hluthafafundi fyrirtækisins í Tokyo.  Þá fjárfesti Alvogen einnig nýlega í Fuji Pharma og er nú þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins í gegnum dótturfyrirtæki sitt í Taiwan, með um 4% eignarhlut.

Í tilkynningu kemur fram að Alvotech og Fuji hafi á undanförnum mánuðum átt í nánu samstarfi um markaðssetningu líftæknilyfja Alvotech í Japan sem nú eru í þróun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK