Flókin staða á veitingamarkaðnum

Birgir Þór Bieltvedt.
Birgir Þór Bieltvedt. mbl.is/Árni Sæberg

Birgir Þór Bieltvedt, sem er meirihlutaeigandi að nokkrum af vinsælustu veitingastöðum landsins, segir að það muni taka markaðinn 6-12 mánuði að ná nýju jafnvægi. Segir hann að offjölgun veitingastaða, hækkandi rekstrarkostnaður, arfaslappt tíðarfar síðastliðið sumar og erfiðleikar WOW air sem leiddu til gjaldþrots félagsins fyrr á þessu ári hafi litað allan markaðinn síðustu misserin.

Hann segir að veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur búi við gjörbreytt rekstrarumhverfi og leigusalar eins og aðrir samstarfsaðilar fyrirtækjanna verði að horfast í augu við hinn breytta veruleika.

Í samtali við Morgunblaðið í dag ræðir Birgir opinskátt um rekstur veitingastaðanna Glóar, Joe & the Juice, Jómfrúarinnar, Snaps, Cafe Paris og bakarísins Brauð og co á nýliðnu ári. Umsvifin eru mikil en reksturinn ber þess allur merki að kostnaður hefur aukist, samkeppnin harðnað og veitingamenn þurfa að hafa fyrir því að láta reksturinn ganga upp.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK