Spá frekari lækkun stýrivaxta

Greiningardeild Íslandsbanka segir lítið hafa breyst frá síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar …
Greiningardeild Íslandsbanka segir lítið hafa breyst frá síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar og spáir því frekari lækkun stýrivaxta. mbl.is/Hjörtur

Greiningardeild Íslandsbanka spáir frekari lækkun stýrivaxta og að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni í vaxtaákvörðun sinni 28. ágúst lækka vextina um 0,25 prósentustig, að því er segir á vef Íslandsbanka. Þannig er spáð að meginvextir bankans á sjö daga bundnum innlánum verði 3,5%.

Bendir greiningardeildin á að við síðustu ákvörðun voru stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentustig og að þeir hafi lækkað um 0,75 prósentustig á árinu. „Við ákvörðunina var horft til þess að samdráttur í þjóðarbúskapnum gæti varað lengur en áður var talið, verðbólguvæntingar hefðu lækkað frá síðustu ákvörðun og að útlit væri fyrir að verðbólga myndi hjaðna í átt að markmiði (2,5%) á þessu ári.“

Þá hafa aðstæður í efnahagslífinu ekki breyst mikið frá síðustu ákvörðun bankans og enn sé útlit fyrir samdrátt í hagkerfinu, að mati greiningardeildarinnar. „Við teljum að það gefi sterklega til kynna að nefndarmenn séu tilbú[nir] til að lækka vexti enn frekar og taki skrefið til 25 punkta lækkunar í næstu viku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK