Bréf Icelandair hækka eftir nýjar fréttir frá Boeing

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf Icelandair hafa hækkað um 3,7% í um 47 milljóna króna viðskiptum í morgun. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að forsvarsmenn flugvélaframleiðandans Boeing búist við því að 737 MAX-flugvélar fyrirtækisins, sem voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð slys, muni snúa aftur í janúar.

Vélarnar voru kyrrsettar í mars á þessu ári, en síðan þá hafa meðal annars Alþjóðlega flugmálastjórnin og Bandaríkjaþing skoðað málefni fyrirtækisins. Hefur meðal annars komið fram að starfsmenn fyrirtækisins hafi vitað um vandamál vegna sjálfvirks öryggiskerfis vélanna.

Icelandair gaf út í síðasta mánuði að félagið gerði ekki ráð fyrir að taka MAX-vélarnar í rekstur fyrr en eftir febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK