Til liðs við Líf og sál

Helga Þórólfsdóttir.
Helga Þórólfsdóttir.

Helga Þórólfsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi við sáttamiðlun hjá sálfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Lífi og sál. Hún hafði á árunum 2015 — 2019 yfirumsjón með ráðgjöf um samvinnu innan Rauða krossins. Fyrst í Írak og Íran en síðar með áherslu á Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Búdapest.

Árin 2010 — 2015 kenndi Helga við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og við Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Á árunum 2009 — 2013 vann hún fyrir utanríkisráðuneytið sem ráðgjafi við stefnumótun í jafnréttismálum og fyrir NATO sem ráðgjafi um góða stjórnarhætti auk þess sem hún var skipuð þróunar- og jafnréttisfulltrúi í Afganistan.

Helga var yfirmaður alþjóðastarfs Rauða krossins frá 2001 til 2008.  Hún var stjórnandi hjálparstarfs Rauða krossins á vettvangi átaka og náttúruhamfara á árunum 1993 — 2000 í Sómalíu, Líberíu, Georgíu, Tajikistan, Bosníu, Úganda og Indlandi. Auk þess hefur Helga unnið hjá Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ.

Helga er í doktorsnámi í mannfræði við HÍ. Hún lauk tveimur meistaraprófum við Bradford-háskóla í Englandi árið 2004, í friðarfræðum og í lausn ágreiningsmála. Árið 1981 útskrifaðist hún með lokapróf í félagsráðgjöf frá háskólanum í Lundi.

Helga hefur þegar hafið störf, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK