Forstjórinn bætir við sig í Origo

Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Finnur Oddsson, forstjóri Origo, keypti í dag 250 þúsund hluti í félaginu fyrir samtals 6,24 milljónir. Á hann nú 1.785.857 hluti í félaginu, en markaðsvirði þeirra í dag er um 44,5 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna viðskipta fruminnherja.

Origo var aðeins eitt af tveimur félögum í Kauphöllinni sem hækkaði í viðskiptum í dag, en bréf félagsins hækkuðu um 0,6% í rúmlega 7 milljóna viðskiptum.

Origo sendi frá sér ársfjórðungsuppgjör um síðustu mánaðarmót, en þar kom fram að hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi væri 74 milljónir og á fyrstu níu mánuðum ársins væri hagnaðurinn 237 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK