Tugmilljóna kaup Arion toppa

Benedikt Gíslason, forstjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, forstjóri Arion banka.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri, keyptu bréf í bankanum fyrir tugi milljóna í dag, bæði í eigin nafni og í gegnum félög sem þeir eru fjárhagslega tengdir.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar keypti Benedikt sjálfur 400 þúsund hluti fyrir samtals 30,7 milljónir. Þá keypti félagið Brekkuás 1,6 milljón hluti fyrir samtals 122,8 milljónir. Samtals eiga því Brekkuás og Benedikt eftir viðskiptin 2 milljónir hluta í bankanum og er markaðsvirði þeirra í dag 153,5 milljónir.

Þá keypti félagið BBL VII ehf., sem Ásgeir er fjárhagslega tengdur, samtals 895.098 hluti í bankanum í tveimur aðskildum viðskiptum, öðrum á sænska markaðinum og hinum á þeim íslenska, fyrir samtals 70,1 milljón. Fyrir átti félagið rúmlega 100 þúsund hluti og eftir þau á félagið nákvæmlega eina milljón hluti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK