Gengi hlutabréfa Brims rýkur upp

Höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins. Haraldur Jónasson/Hari

Gengi hlutabréfa Brims hefur snarhækkað við opnun markaða í dag. Alls nemur hækkunin ríflega 6% í 266 milljóna króna viðskiptum. Stendur hlutabréfaverð fyrirtækisins nú í 40,525 krónum.

Hækkunin kemur í kjölfar birtingar á uppgjöri Brims fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs. Alls nam rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir (EBITDA) ríflega 28,5 milljónum evra og tvöfaldaðist milli ára.

Hagnaður Brims fyrir tekjuskatt var 17,8 milljónir evra samanborið við 8,2 milljónir evra í fyrra. Alls nam eigið fé fyrirtækisins 295,6 milljónum evra og er eiginfjárhlutfallið 44,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK