Íslandsbanki gefur út skuldabréf á óverðtryggðum vöxtum

Ljósmynd/Íslandsbanki

Íslandsbanki hefur í dag gefið út almennt skuldabréf að fjárhæð 3,6 milljarða króna til 5 ára á fljótandi vöxtum.

Skuldabréfið er með jöfnum afborgunum og ber 1 mánaða REIBOR-vexti að viðbættu 90 punkta álagi. Um er að ræða fyrstu útgáfu bankans á óveðtryggðum almennum skuldabréfum á innlendum markaði. Bréfin voru seld í lokuðu útboði til breiðs hóps innlendra fjárfesta, segir í tilkynningu.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland 25. nóvember 2019. Skuldabréfin verða gefin út undir skuldabréfaramma Íslandsbanka í íslenskum krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK