Ástralskur banki sakaður um peningaþvætti

AFP

Ástralski bankinn Westpac á yfir höfði sér háa fjársekt fyrir peningaþvætti. Samkvæmt tilkynningu frá áströlskum yfirvöldum í morgun hefur verið tekin ákvörðun um að stefna Westpac fyrir dóm fyrir að hafa brotið lög um peningaþvætti. Um er að ræða yfir sjö milljarða Bandaríkjadala.

Í tilkynningu frá AUSTRAC, sem er alríkisstofnun sem rannsakar fjármálabrot, kemur fram að  Westpac hafi ekki tilkynnt um millifærslur á milli landa, þar á meðal fé sem talið er að rekja megi til barnaþrælkunar. Alls er talið að bankinn hafi brotið lög um peningaþvætti 23 milljón sinnum. 

Hlutabréf Westpac lækkuðu um 3,3% þegar tilkynnt var um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK