Bílalánin ekki komin á skrið

Bílasala hefur dregist saman á þessu ári miðað við fyrra …
Bílasala hefur dregist saman á þessu ári miðað við fyrra ár. mbl.is/Árni Sæberg

Bankarnir lánuðu íslenskum heimilum 704 milljónir króna í formi bílalána í síðasta mánuði. Drógust lánveitingarnar nokkuð saman frá síðasta mánuði þegar þær námu 761 milljón króna.

Færri hafa látið drauminn um nýjan bíl rætast á þessu …
Færri hafa látið drauminn um nýjan bíl rætast á þessu ári.

Það sem af er ári nema lánveitingarnar tæpum 8,3 milljörðum króna. Sé það borið saman við fyrstu 10 mánuði síðasta árs hafa ný útlán í formi bílalána dregist saman um 32% þar sem þau námu tæpum 12,3 milljörðum króna í fyrra. Árið 2017 voru lánveitingarnar á svipuðum slóðum og í fyrra og námu ríflega 12 milljörðum á fyrstu 10 mánuðum ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK