Heildartekjur hækkuðu um 6,2% og eigið fé um 10,5%

Heildartekjur hækkuðu hlutfallslega mest í sjávarútvegi þar sem hækkunin nam …
Heildartekjur hækkuðu hlutfallslega mest í sjávarútvegi þar sem hækkunin nam 44 milljörðum króna, eða 15%. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heildartekjur í viðskiptahagkerfinu í fyrra voru tæplega 4.400 milljarðar króna, en árið áður höfðu þær verið 4.140 milljarðar. Nemur hækkunin því um 6,2% á árinu. Eigið fé jókst um 10,5% frá árinu 2017 og var í lok árs 2018 tæplega 3.300 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.

Helstu breytingar milli ára þegar horft er á hlutfallslega hækkun í heildartekjum eru í sjávarútvegi þar sem heildartekjur hækkuðu um 44 milljarða króna, eða 15%, meðala- og hátækniframleiðslu sem hækkuðu um 13 milljarða króna, eða 14%, og framleiðslu málma sem hækkuðu um 29 milljarða króna, eða 13%. Þá hækkuðu heildartekjur einkennandi greina ferðaþjónustu um 31 milljarð króna, en það nemur 5% hækkun.

Eiginfjárstaða í viðskiptahagkerfinu batnaði milli ára eins og fyrr segir. Eigið fé í heildsöluverslunum jókst um 24 milljarða króna milli ára, en það nemur 20%, í meðal- og hátækniframleiðslu um 28 milljarða króna, eða 20% og í smásöluverslun um 28 milljarða króna, eða 16%. Eigið fé í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um 13 milljarða króna á árinu, sem er 11% lækkun.Má það að mestu leyti rekja til lækkunar eigin fjár félaga í flugrekstri.

Launakostnaður jókst nokkuð á árinu og nam aukningin 61 milljarði króna, eða 11% í viðskiptahagkerfinu. Ef litið er á einstakar atvinnugreinar hækkar launakostnaður um 15% í meðala- og hátækniframleiðslu, 12% í einkennandi greinum ferðaþjónustu og 11% í sjávarútvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK