Arion banki fjárfestir í Leiguskjóli

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arion banki hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Leiguskjól ásamt því að fjárfesta í félaginu. Eignarhlutur bankans er 51%.

Samstarfssamningur Leiguskjóls og Arion banka felur meðal annars í sér að Leiguskjól mun bjóða viðskiptavinum sínum húsaleiguábyrgðir frá bankanum í gegnum vef sinn, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

„Ábyrgðirnar koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendur þurfa að leggja fram og auðvelda þannig mörgum aðgengi að leigumarkaðnum auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ segir í tilkynningunni.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

„Arion banki hefur stutt vel við frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og meðal annars starfrækt Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn. Leiguskjól er eitt af þeim félögum sem hafa farið í gegnum hraðalinn og býður félagið góða lausn fyrir einstaklinga á leigumarkaði sem eiga erfitt með að leggja fram tryggingu, segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í tilkynningunni.

„Við hjá Arion banka höfum á undanförnum árum lagt höfuðáherslu á að þróa sjálf stafræna þjónustu bankans og hefur bankinn kynnt fjölmargar vinsælar nýjungar eins og stafrænt greiðslumat og umsóknarferli fyrir íbúðalán ásamt því að þróa og efla Arion appið. Nú horfum við enn frekar til fjölbreytts samstarfs við fjártæknifyrirtæki sem bjóða spennandi lausnir og er samstarfið við Leiguskjól gott dæmi um slíkt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK