Hafa náð samkomulagi við alla nema flugfreyjur

Um 450 flugfreyjur eiga launatengdar kröfur í þrotabú WOW air.
Um 450 flugfreyjur eiga launatengdar kröfur í þrotabú WOW air. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Skiptastjórar WOW air hafa afgreitt kröfur allra starfshópa WOW air til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskildum. Skiptastjórar funduðu með Flugfreyjufélagi Íslands í gær þar sem farið var yfir kröfur flugfreyja og þann ágreining sem uppi er. 

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og annar skiptastjóra WOW air, segir í samtali við mbl.is að það liggi ekki fyrir að svo stöddu hvort flugfreyjur fái greidd öll vangoldin laun og launatengd gjöld að svo stöddu. „Þetta var fyrsti fundurinn í því skyni að jafna allan hugsanlegan ágreining og leiðrétta skekkjur,“ segir Sveinn Andri. Fleiri fundir eru fyrirhugaðir. 

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og annar skiptastjóra WOW air.
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og annar skiptastjóra WOW air. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 450 flugfreyjur eiga launatengdar kröfur í búið. „Við eigum eftir að klára þetta ferli með flugfreyjunum og það á eftir að koma í ljós hvort fara þurfi með þeirrar kröfur áfram en vonandi tekst að jafna ágreininginn allan,“ bætir hann við. 

Búið er að samþykkja launatengdar forgangskröfur að upphæð 3,8 milljarðar króna en upphaflega krafan hljóðaði upp á 5,2 milljarða. Sveinn Andri segir stöðu eigna félagsins breytast frá viku til viku og fari það eftir kröfum sem fást greiddar og eignasölu. „Við erum að ganga frá uppgjöri sem við munum kynna fyrir kröfuhöfum fljótlega.“

Ábyrgðasjóður stærsti forgangskröfuhafinn

Ábyrgðasjóður launa hefur þegar hafið að greiða út laun til einhverra stafshópa. Enn á eftir að koma í ljós hversu stóran hluta þrotabúið greiði af því sem eftir stendur. Boðað hefur verið til nýs skiptafundar 30. janúar.

„Fyrir þann tíma stefnum við að því að vera búin að senda frá okkur okkar afstöðu til Ábyrgðasjóðs. Við greiðum það sem út af stendur eftir því hvað verður til við úthlutun í lokin en það er útilokað að segja til um það hvenær það verður. En Ábyrgðasjóður launa verður fyrir vikið stærsti einstaki forgangskröfuhafinn eftir að hafa leyst til sín stóran hluta af forgangskröfunum,“ segir Sveinn Andri. 

Stefna skiptastjóranna, að hans sögn, er að greiða allar forgangskröfur og reyna þannig að koma í veg fyrir að þær lendi á ríkissjóði.  

Af sex þúsund kröfum sem lýst var í búið verður aðeins tekið tillit til þeirra forgangskrafna, sem eru um 900  talsins. Skipta­stjór­ar munu ekki taka af­stöðu til al­mennra krafna þar sem auðséð þykir að ekk­ert muni fást upp í þær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK