15.400 manns starfa við menningu

Árið 2018 voru konur 58,4% af starfandi við menningu samanborið …
Árið 2018 voru konur 58,4% af starfandi við menningu samanborið við 45,1% meðal annarra starfandi. mbl.is/Árni Sæberg

Áætlað er að á árinu 2018 hafi 15.400 manns á aldrinum 16-74 ára verið starfandi við menningu samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, eða 7,7% af heildarfjölda starfandi.

Sé hópnum skipt niður eftir eðli starfsins má sjá að 2,7% voru starfandi í þeim atvinnugreinum sem teljast til menningar en 5% voru í menningarstörfum í öðrum atvinnugreinum. Innan hópsins voru 1,5% starfandi í menningarstörfum í atvinnugreinum menningar.

Einungis fimmtungur búsettur utan höfuðborgarsvæðis

Árið 2018 voru konur 58,4% af starfandi við menningu samanborið við 45,1% meðal annarra starfandi og hefur hlutfall kvenna starfandi við menningu verið hærra en meðal annarra starfandi síðustu fimm ár. Hlutfall sjálfstætt starfandi var einnig töluvert hærra meðal starfandi við menningu en annarra starfandi, eða 23,5% á móti 11% árið 2018. Þessi munur hefur lítið breyst síðustu tíu ár en sjálfstætt starfandi fjölgaði þó milli 2017 og 2018, úr 19% í 23,5%.

Sé horft til starfandi í atvinnugreinum menningar samkvæmt skrám var hlutfall þeirra 3% af heildarfjölda starfandi, sem er sambærilegt við niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar. Þar af var einungis um fimmtungur (18,8%) búsettur utan höfuðborgarsvæðisins, samanborið við 37% í öðrum atvinnugreinum. Hlutfall starfandi í atvinnugreinum menningar var jafnframt hæst á höfuðborgarsvæðinu, 4%. Lægst var það á Suðurnesjum, 0,7%.

Meðal starfandi í atvinnugreinum menningar samkvæmt skrám störfuðu flestir í skapandi listum og afþreyingu (flokkur 90) árið 2018 eða 15,6%. Þar á eftir kom starfsemi safna og önnur menningarstarfsemi (flokkur 91) með 13,7% og þá útgáfustarfsemi (flokkur 58) með 12,4%. Í mesta niðurbroti voru flestir starfandi í sviðslistum (flokkur 90.01), eða 10% af starfandi í atvinnugreinum menningar.

Flestar konur starfa þó í atvinnugreinaflokki 91, starfsemi safna og menningarstarfsemi, eða 19,2%, og flestir karlar í atvinnugreinaflokki 18, við prentun og fjölföldun efnis, eða 15,5%. Þar á eftir atvinnugreinaflokkur 90, skapandi listir og afþreying, með næsthæst hlutfall bæði karla og kvenna eða 15% og 16%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK