Seðlabankinn unir úrskurðinum

Seðlabanki Íslands unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri …
Seðlabanki Íslands unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði brotið jafnréttislög þegar Stefán Rafn Sig­ur­björns­son var ráðinn upp­lýs­inga­full­trúi hjá bank­an­um í sum­ar. mbl.is/Árni Sæberg

Seðlabanki Íslands unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði brotið jafnréttislög þegar Stefán Rafn Sig­ur­björns­son var ráðinn upp­lýs­inga­full­trúi hjá bank­an­um í sum­ar. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu 17. des­em­ber síðastliðinn.

Bankinn vill að öðru leyti ekki tjá sig um úrskurðinn að sinni en samkvæmt upplýsingum frá bankanum verður það að koma í ljós hvort, og þá hvers konar, aðgerða verði gripið til af hálfu bankans í kjölfar úrskurðarins, til að mynda varðandi mögulegar greiðslur miskabóta. 

Gunnhildur Arna Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans og nú­ver­andi dag­skrár­gerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Lækna­blaðinu, kærði ráðninguna. Alls sóttu 51 um starfið hjá Seðlabank­an­um, en um nýja stöðu var að ræða.

Niðurstaða kær­u­nefnd­ar­inn­ar er sú að Seðlabank­inn hafi brotið gegn jafn­rétt­is­lög­um með því að hafa ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vall­ar ákvörðun um ráðningu í starfið. Þá tel­ur nefnd­in sömu­leiðis að Gunn­hild­ur hafi „staðið um­rædd­um karli fram­ar“ varðandi bæði mennt­un og hins veg­ar reynslu af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðlun.

Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir, fjöl­miðlakona og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans, kærði ráðning­una …
Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir, fjöl­miðlakona og fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans, kærði ráðning­una til kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK