Sex ákærðir vegna útblásturshneykslis VW

Alls hafa 11 manns verið ákærðir vegna útblásturssvindlsins. Þá hafa …
Alls hafa 11 manns verið ákærðir vegna útblásturssvindlsins. Þá hafa 450.000 eig­end­ur Volkswagen-dísil­bíla, flestir þýskir, höfðað mál á hend­ur Volkswagen og krefjast bóta. AFP

Þrír framkvæmdastjórar hjá Volkswagen og þrír starfsmenn hafa verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við útblásturssvindl fyrirtækisins. Árið 2015 viður­kenndi VW að hafa notað sér­stak­an hug­búnað til að svindla á mæl­ing­um á út­blæstri Volkswagen-dísilbif­reiða. 

Sexmenningarnir eru sakaðir um að hafa selt viðskiptavinum í Evrópu og Bandaríkjunum dísilbíla sem þeir vissu að búinn væri hugbúnaði sem svindlaði á mælingum á útblæstri, að því er segir í ákæru saksóknara í Braunschweig. Brotin áttu sér stað á árunum 2006-2015. 

Fleiri starfsmenn fyrirtækisins sæta rannsókn og hafa æðstu stjórnendur Volkswagen einnig verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 

Her­bert Diess, for­stjóri Volkswagen, Hans Dieter Pötsch, stjórn­ar­formaður VW, og Mart­in Win­terkorn, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, voru í haust ákærðir fyrir að hafa beðið með að veita fjár­fest­um upp­lýs­ing­ar um fjár­hagserfiðleika fyr­ir­tæk­is­ins. 

Hans Dieter Pötsch, stjórnarformaður Volkswagen, Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri VW, …
Hans Dieter Pötsch, stjórnarformaður Volkswagen, Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri VW, og Herbert Diess, núverandi forstjóri fyrirtækisins, eru meðal þeirra 11 sem ákærðir hafa verið vegna útblásturshneykslisins. AFP

Alls hafa 11 manns verið ákærðir vegna útblásturssvindlsins. Þá hafa 450.000 eig­end­ur Volkswagen-dísil­bíla, flestir þýskir, höfðað mál á hend­ur Volkswagen og krefjast bóta. 

Hneykslið hef­ur nú þegar kostað Volkswagen um 30 millj­arða evra, eða sem nem­ur rúm­um fjór­um bill­jón­um króna, sök­um bóta, sekta og máls­kostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK