Brynjar Már nýr mannauðsstjóri RB

Brynjar Már Brynjólfsson, nýr mannauðsstjóri Reiknistofu bankanna.
Brynjar Már Brynjólfsson, nýr mannauðsstjóri Reiknistofu bankanna. Ljósmynd/Aðsend

Brynjar Már Brynjólfsson hefur verið ráðinn sem mannauðsstjóri Reiknistofu bankanna (RB) og hefur hann þegar hafið störf.

Brynjar kemur frá Origo þar sem hann hefur unnið síðan 2015, fyrst sem ráðgjafi á viðskiptalausnasviði og svo sem mannauðsráðgjafi.

Brynjar starfaði sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsvirkjun frá 2013 til 2015 og sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Landsbankanum frá 2011 til 2013. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi með námi árin 2001 – 2011, síðast sem lögfræðingur í regluvörslu bankans.

Brynjar lauk B.A.-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og M.Sc.-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009. Hann stundar nú MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Brynjar hefur setið í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, undanfarin þrjú ár og verið formaður félagsins undanfarin tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK