Skattur í Sádi-Arabíu högg fyrir Atlanta

Boeing 747-400 vöruflugvél Atlanta.
Boeing 747-400 vöruflugvél Atlanta.

Baldvin Már Hermannsson, forstjóri flugfélagsins Atlanta, segir að það hafi verið gríðarlegt högg fyrir félagið að þurfa að greiða jafnvirði næstum eins milljarðs króna í skatt í Sádi-Arabíu á síðasta ári.

Þrátt fyrir það hafi rekstur félagsins gengið vel á síðasta ári. Atlanta hefur starfað í Sádi-Arabíu í 25 ár og allan þann tíma hafa engir skattar verið lagðir á.

„Við mættum ýmsum áskorunum á árinu 2019 og ein sú stærsta var að við borguðum í fyrsta skipti vörsluskatta í Sádi-Arabíu, en þeir hafa aldrei fyrirfundist þar áður og enginn tvísköttunarsamningur. Það er gríðarlegt högg fyrir okkur að horfa nú á eftir fimm prósentum af afkomunni verða eftir í konungdæminu en koma ekki inn í reksturinn.“

Flugu umtalsvert meira

Hann segir að þrátt fyrir þetta hafi félaginu tekist að fljúga umtalsvert meira en gert var ráð fyrir á síðasta ári. „Þannig að rekstrarniðurstaða ársins verður góð,“ segir Baldvin í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK