Atvinnuleysi mælist 3,9%

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 7.300 í desember, eða 3,9% af vinnuaflinu.

Það er 0,2 prósentustigum lægra en í nóvember. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,7%, sem er um 0,1 prósentustigi hærra en í nóvember. Árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi fólks var 77,6%, eða um 0,2 prósentustigum hærra en í nóvember.

Frá desember 2018 hefur atvinnuleysi aukist um 1,8 prósentustig, en á sama tíma hefur atvinnuþátttaka aukist lítillega, eða um 0,2 prósentustig. Aftur á móti hefur hlutfall starfandi lækkað um 1,2 prósentustig.

Frétt Hagstofu Íslands í heild

Skráð atvinnuleysi í desember mældist 4,3% og jókst um 0,2 prósentustig frá nóvember, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Að jafnaði voru 8.019 einstaklingar á atvinnu­leysis­skrá í desember og fjölgaði um 402 frá nóvember. Alls voru 3.173 fleiri á atvinnuleysisskrá í desember 2019 en í desember árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK