Kaupmáttur jókst um 2,4% á síðasta ári

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kaupmáttur launa jókst á síðasta ári um 1,8% miðað við árið á undan og um 2,4% innan ársins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins þar sem byggt er á nýju talnaefni Hagstofunnar um launabreytingar á árinu 2019.

Enn fremur segir að kaupmáttur lágmarkslauna hafi aukist mun meira eða um 3,5% milli áranna 2018 og 2019 og um 3,6% innan ársins 2019. Samtökin segja að þar sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafi ekki gengið frá kjarasamningum á síðasta ári á grundvelli lífskjarasamningsins hafi launaþróun þeirra verið mun lakari en á almennum vinnumarkaði.

„Sundurliðun launaþróunar milli þessara markaða á síðustu tveimur mánuðum ársins 2019 liggur ekki fyrir en ætla má að laun á almennum markaði hafi hækkað að meðaltali um rúmlega 5% á árinu 2019. Því má ætla að kaupmáttur launa á almennum markaði hafi hækkað um rúmlega 2% milli áranna og rúmlega 3% innan ársins.“

Þá segir að íslenskt launafólk hafi notið fádæma velgengni, hvað kjör varði, undanfarin fimm ár. „Kaupmáttur launa jókst um 26% frá árslokum 2014 til ársloka 2019 og kaupmáttur launa um 32% á sama tímabili. Það samsvarar því að kaupmáttur launa almennt hafi vaxið að jafnaði um 5% árlega og kaupmáttur lágmarkslauna um 6% að jafnaði árlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK