Margir sýna húsi Gamma áhuga

Myndin var tekin 2016. Húsið hefur síðan verið málað.
Myndin var tekin 2016. Húsið hefur síðan verið málað. mbl.is/RAX

Nokkrir aðilar hafa lýst yfir áhuga á fasteigninni Garðastræti 37, en fjármálafyrirtækið Gamma var þar með höfuðstöðvar. Húseignin er skráð í eigu Gamma Capital Management. Að sögn Ásgeirs Baldurs, fjárfestingastjóra Gamma, hefur ekki verið gengið frá kaupsamningi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Róbert Wessmann meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga. Ásgeir kvaðst ekki geta staðfest það. Hann væri bundinn trúnaði.

Blaðið hefur heimildir fyrir því að 2-3 aðilar hafi verið mjög áhugasamir á síðustu dögum. Gæti salan því gengið eftir innan tíðar.

Trygging gagnvart bankanum

Gefið var út tryggingabréf á húseignina 2. maí í fyrra. Gerði Gamma Capital Management þá kunnugt um að til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og fjárskuldbindingum við Kviku banka væri gefið út 500 milljóna bréf. Samkvæmt heimildum blaðsins þarf upphæðin ekki að endurspegla nákvæmlega verðmæti eignarinnar. Á hinn bóginn hljóti fjárhæðin á tryggingabréfinu að fara nærri áætluðu verðmæti eignarinnar, svo tryggingin haldi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu 25. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK