MAX kostar Boeing 2.300 milljarða

Unnið að smíði 737 MAX-farþegaþotu í verksmiðju Boeing í Renton-verksmiðjunni. …
Unnið að smíði 737 MAX-farþegaþotu í verksmiðju Boeing í Renton-verksmiðjunni. Ekkert er nú smíðað af vélunum. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn hefur gefið út að tap fyrirtækisins á árinu 2019 hafi numið 636 milljónum dollara, jafnvirði 79 milljarða króna. Er það í fyrsta sinn í 23 ár sem fyrirtækið skilar tapi. Skakkaföll fyrirtækisins má nær einvörðungu rekja til afleiðinga af tveimur mannskæðum flugslysum þar sem í hlut áttu Boeing 737 MAX-vélar félagsins. Frá því í mars á síðasta ári hafa allar vélar þeirrar tegundar verið kyrrsettar og enn er ekki ljóst hvenær þær munu aftur fá heimild eftirlitsstofnana í Bandaríkjunum til þess að taka á loft að nýju.

Háar bætur til flugfélaga

Boeing hefur nú gefið út að heildarkostnaður fyrirtækisins vegna kyrrsetningar vélanna muni nema 18,6 milljörðum dollara, jafnvirði 2.300 milljarða króna. Er það tvöfalt hærri fjárhæð en félagið hafði áður sent frá sér vegna málsins en það var áður en stöðva þurfti framleiðslu vélanna í Renton-verksmiðjunni í Washington-ríki í Bandaríkjunum.

David Calhoun tók nýlega við sem forstjóri Boeing eftir að …
David Calhoun tók nýlega við sem forstjóri Boeing eftir að fyrirrennari hans var rekinn. AFP

Boeing gerir ráð fyrir að af þessum 18,6 milljörðum muni 8,3 milljarðar renna í bótagreiðslur til þeirra flugfélaga sem annað tveggja höfðu tekið við vélum af gerðinni 737 MAX eða áttu slíkar vélar pantaðar og hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna kyrrsetningarinnar.

Draga úr framleiðslu á Dreamliner

MAX-hneykslið er þó ekki eina málið sem reynt hefur á fjárhagslega innviði Boeing á síðustu misserum. Fyrirtækið verður fyrir 410 milljóna dollara tjóni vegna tilraunar þess til að tengja ómannað geimfar þess, Starliner, við Alþjóðlegu geimstöðina. Þá tilkynnti fyrirtækið einnig að það muni draga talsvert úr framleiðslu Boeing 787 Dreamliner-vélarinnar. Hefur fyrirtækið smíðað að jafnaði 12 slíkar vélar í Everett-verksmiðjunni í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Nú munu hins vegar 10 slíkar vélar verða afhentar þaðan.

Dreamliner-vélarnar hafa verið eitt helsta flaggskip Boeing um árabil.
Dreamliner-vélarnar hafa verið eitt helsta flaggskip Boeing um árabil. Ljósmynd/AFP/Paul Joseph Brown
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK