Bachelor og Love Island trompa enska boltann

Chris Harrison þáttastjórnandi Bachelor (t.v.) ásamt nýjasta piparsveininum, Peter Weber.
Chris Harrison þáttastjórnandi Bachelor (t.v.) ásamt nýjasta piparsveininum, Peter Weber. AFP

Þrátt fyrir að útsendingarrétturinn á ensku knattspyrnunni sé dýrasta staka varan sem hérlendar sjónvarpsstöðvar bítast um að tryggja sér er enski boltinn ekki vinsælasta sjónvarpsefnið sem Síminn býður upp á, en fyrirtækið tryggði sér réttinn að enska boltanum fyrir þetta keppnistímabil. Viðskiptavinir verja meiri tíma í að horfa á annað, til dæmis erlenda þætti um ungt fólk í ástarleit.

Þetta kemur fram í ávarpi Orra Haukssonar, forstjóra Símans, sem fylgdi afkomutilkynningu fyrirtækisins fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs. Forstjórinn þakkar þó enska boltanum fyrir þann talsverða vöxt sem varð í sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins, sérstaklega á síðari hluta ársins, eftir að enski boltinn fór að rúlla.

„Þó er annað sjónvarp en fótbolti sem viðskiptavinir okkar verja mestum tíma í að horfa á. Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni,“ skrifar forstjórinn, en í tilkynningu Símans kemur jafnframt fram að þættir eins og bandarísku Bachelor-þættirnir og bresku þættirnir um ástarfár ungs fólks á eyju ástarinnar, Love Island, vermi alla vinsældalista viku eftir viku. Önnur þáttaröðin af íslensku gamanþáttunum Venjulegt fólk var svo vinsælasta innlenda efnið í Sjónvarpi Símans Premium á síðustu þremur mánuðum ársins.

„Í janúar 2020 var svo komið að fjöldi stakra spilana í Sjónvarpi Símans Premium var í heild yfir milljón á viku, sem er nýtt met og sýnir áhugann á fjölbreyttu efnisframboði Símans,“ segir forstjórinn jafnframt í ávarpi sínu.

Reece James bakvörður Chelsea í leik gegn Manchester United í …
Reece James bakvörður Chelsea í leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK