Rannveig stígur til hliðar tímabundið

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rannveig Rist, forstjóri álvers Rio Tinto í Straumsvík, mun fara í tímabundið veikindaleyfi frá störfum frá og með næstu viku. Þetta herma heimildir mbl.is. Sömu heimildir herma að leyfið muni líklega vara fram á næsta haust. Starfsfólki álversins var tilkynnt um þetta núna seinni partinn.

Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto í Straumsvík segir að leyfið sé komið til vegna ráðlegginga hjartalæknis.

Að tillögu Rannveigar hafa forsvarsmenn Rio Tinto ákveðið að Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri félagsins og staðgengill forstjóra, taki tímabundið við forstjórastöðunni.

Þá herma heimildir mbl.is að Guðdís Helga Jörgensdóttir, staðgengill fjármálstjóra muni verða starfandi fjármálastjóri yfir sama tímabil.

Þá munu Sigríður Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra rafgreiningar, og Óskar Arnórsson, leiðtogi í steypuskála, verða Sigurði Þór til aðstoðar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK