Forstjórinn kaupir fyrir 10 milljónir

Vilhelm Már Þorsteinsson var ráðinn forstjóri Eimskipafélags Íslands í fyrra.
Vilhelm Már Þorsteinsson var ráðinn forstjóri Eimskipafélags Íslands í fyrra. Ljósmynd/Eimskip

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, hefur keypt bréf í félaginu fyrir um 10 milljónir króna. Á hann nú bréf fyrir 19,4 milljónir í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Vilhelm keypti 70.423 hluti í félaginu í dag, en verð hvers hlutar er 142 krónur.

Vilhelm var ráðinn til félagsins í fyrra. Stuttu síðar keypti hann bréf í félaginu fyrir 12,5 milljónir, en það var á genginu 189,25 krón­ur á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK