Ný lausn við rafræna undirritun samninga

Valur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Taktikal, og Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri vöru- …
Valur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Taktikal, og Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri vöru- og hugbúnaðarsviðs Opinna Kerfa, undirrituðu samning á milli fyrirtækja á meðan fjarfundi þeirra stóð í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Opin kerfi hafa gert samkomulag við hugbúnaðarfyrirtækið Taktikal um nýtingu og endursölu á lausnum fyrir rafrænar undirskriftir samninga og annarra forma. Opin kerfi munu þannig nýta rafrænar undirskriftir fyrir alla starfsemi fyrirtækisins og bjóða viðskiptavinum sömu lausnir.

Í tilkynningu frá Opnum kerfum kemur fram að við aðstæður eins og í dag, með útbreiðslu kórónuveirunnar, hafi þörfin fyrir rafræna undirskrif aukist verulega. Lausnin uppfylli allar laga- og öryggiskröfur sem gerðar séu til fullgildra undirritunar samninga.

„Stjórnendur leita nú allra leiða til að tryggja samfellu í sínum rekstri og rafræn undirritun samninga er stór áskorun um þessar mundir. Það er mjög ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf eins hratt og raun ber vitni. Lausn Taktikal stenst að okkar mati ýtrustu kröfur sem snúa að öryggi, notendaupplifun og möguleikum á samþættingu með sjálfvirkni í huga. Rafræn undirritun gerir viðskiptavinum okkar kleift að rafvæða og straumlínulaga rekstur sinn,“ er haft eftir Reyni Stefánssyni framkvæmdastjóra vöru- og hugbúnaðarsviðs Opinna kerfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK