Ríkið gerir samkomulag við Icelandair

Ríkið mun greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugsamgöngum til Evrópu og Bandaríkjanna gangandi. Samkomulag þess efnis var undirritað á föstudagskvöld, en flogið verður annars vegar til Boston og hins vegar Lundúna eða Stokkhólms. 

Fram kemur á vef RÚV að ákveðið hafi verið á ríkisstjórnarfundi á föstudag að gera samkomulag við Icelandair um að flugfélagið haldi áfram að fljúga til Boston og Lundúna eða Stokkhólms tvo daga í viku. Samkomulagið hefur þegar tekið gildi. 

Er um að ræða að lágmarki sex ferðir á hvorn áfangastað næstu þrjár vikurnar, en mögulegt er að samkomulagið verði framlengt. Mun ríkið greiða að hámarki hundrað milljónir til flugfélagsins næstu þrjár vikurnar, sem gert verður upp eftir á. 

Ein vél Icelandair flaug frá Keflavík til Lundúna í morgun en alls var 31 einu flugi félagsins aflýst í dag. Á áætlun á morgun er morgunflug til Lundúna og flug síðdegis til Boston, en öðru flugi hefur verið aflýst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK