Starfsfólki sagt upp tímabundið

AFP

Fastlega er gert ráð fyrir því að breska flugfélagið British Airways muni segja upp 36 þúsund starfsmönnum tímabundið. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þar segir að flugfélagið hafi lagt stærstum hluta flotans vegna kórónuveirunnar og viðræður við stéttarfélög starfsmanna hafi staðið yfir í meira en viku. Náðst hefur samkomulag um helstu atriði en enn á eftir að ganga frá einhverjum atriðum. 

Samkomulagið felur í sér að allt að 80% af áhöfnum BA, starfsfólki á jörðu niðri, flugvirkjum og þeim sem starfa í höfuðstöðvum félagsins verður sagt upp tímabundið en aðeins sé um tímabundna ráðstöfun að ræða. Þetta þýðir að allt starfsfólk BA á Gatwick og London City Airport mun missa vinnuna tímabundið þar sem starfsemi British Airways leggst niður á flugvöllunum þar til erfiðleikarnir eru að baki. 

Þeir, sem er sagt upp, munu fá hluta af launum sínum greiddan í gegnum áætlun stjórnvalda sem miðar að því að greiða fólki allt að 80% af launum að hámarki 2.500 pund (440 þúsund krónur) á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK