Tapaði um 13 milljörðum

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

ISAL tapaði tæplega 13 milljörðum á rekstri álversins í Straumsvík í fyrra, eða um milljarði á mánuði. Til samanburðar varð rúmlega 5 milljarða króna tap af rekstri álversins árið 2018. Nemur tapið því um 1 milljón króna á hverja klukkustund síðustu tvö ár.

Í nýjum ársreikningi ISAL er fjallað um erfiðleika í rekstrinum. Sagði þar að farið hefði saman ósamkeppnishæfur raforkukostnaður á Íslandi og sögulega lágt álverð. Staðan hefur síðan versnað síðustu vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Eftirspurn eftir áli hefur dregist mikið saman, ekki síst í framleiðslu, en það á aftur þátt í skarpri lækkun álverðs í ár.

Í umfjöllun um afkomu álversins í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi, að fjöldi starfsmanna hafi ekki breyst að undanförnu. Hann segir Rio Tinto munu halda áfram að endurskoða starfsemina í Straumsvík og leita leiða til að styrkja samkeppnishæfnina. Það feli í sér viðræður við stjórnvöld og Landsvirkjun um raforkuverð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK