LATAM í greiðslustöðvun

AFP

Stærsta flugfélag Rómönsku-Ameríku, LATAM, óskaði eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en ástæðan er mikill samdráttur í rekstri af völdum kórónuveirunnar.

Forstjóri LATAM, Roberto Alvo, segir að stöðuna í flugrekstri gríðarlega erfiða og LATAM hafi þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir undanfarna mánuði. Því hafi LATAM Airlines Group og dótturfélög þess Chile, Perú, Ekvador og Kólumbíu óskað eftir á greiðslustöðvun samkvæmt svonefndum 11. kafla (Chapter 11) í Bandaríkjunum segir hann. 

AFP

Samkvæmt 11. kafla geta fyrirtæki sem eru ekki lengur fær um að greiða skuldir sínar farið í endurskipulagningu rekstrar án þess að vera undir þrýstingi frá lánardrottnum. 

Í síðasta mánuði greindu forsvarsmenn flugfélagsins frá því að dregið yrði úr framboði flugferða um 95% vegna faraldursins. Fyrr í mánuðinum var síðan greint frá því að hundruðum starfsmanna yrði sagt upp störfum. LATAM segir að greiðslustöðvunin muni ekki hafa áhrif á það flug sem nú er á vegum félagsins, það er bæði farþega- og fraktflug. 

Fyrir tveimur vikum óskaði annað stærsta flugfélag Rómönsku-Ameríku, Avianca, einnig eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. 

IATA (International Air Transport Association), alþjóðasamband flugfélaga, áætlar að tekjur flugfélaga í Rómönsku-Ameríku dragist saman um 15 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 2.139 milljarða íslenskra króna, í ár. Fyrir farsóttina flaug LATAM, sem varð til við samruna LAN-flugfélagsins í Chile og TAM í Brasilíu, til 145 áfangastaða í 26 löndum. Um 1.400 flugferðir voru í áætlunarkerfi félagsins á dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK