Boðað til starfsmannafundar hjá Bláa lóninu

Öll starfsemi Bláa lónsins á Svartsengi hefur verið lokuð undanfarið …
Öll starfsemi Bláa lónsins á Svartsengi hefur verið lokuð undanfarið eftir að ferðamenn hættu að streyma til landsins vegna kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsfólk Bláa lónsins hefur verið boðað til starfsmannafundar á morgun, fimmtudag. Heimildir fréttastofu mbl.is herma að kynna eigi frekari hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins.

Öll starfsemi Bláa lónsins á Svartsengi hefur verið lokuð undanfarið eftir að ferðamenn hættu að streyma til landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Rúmlega 600 manns eru nú í vinnu hjá Bláa lóninu, stór hluti þeirra á hlutabótum, eftir að 164 var sagt upp fyrir mánaðamótin mars/apríl.

Í viðtali eftir þær uppsagnir sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri lónsins, að grípa þyrfti til fleiri uppsagna án útspils stjórnvalda, en síðan þá hafa stjórnvöld kynnt hvern aðgerðapakkann á fætur öðrum. Engum var sagt upp hjá lóninu um síðustu mánaðamót en sagði Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sölu-, markaðs- og þró­un­ar­sviðs Bláa lóns­ins, í samtali við mbl.is í lok apríl að fullkomin óvissa væri um starfsemi lónsins.

Stefnt er að því að opna landamæri Íslands 15. júní næstkomandi en alls er óvíst hvort takist að uppfylla skilyrði sem stjórnvöld hafa sett fyrir opnuninni, og ef af verður, hve margir ferðamenn munu gera sér ferð til Íslands í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK