Lufthansa færist nær 9 milljörðum evra

Lufthansa fær veglega ríkisaðstoð fari svo að hluthafar flugfélagsins samþykki …
Lufthansa fær veglega ríkisaðstoð fari svo að hluthafar flugfélagsins samþykki skilmála aðgerðaáætlunar. AFP

Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa samþykkti í dag aðgerðaáætlun til að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugfélagið er því einu skrefi frá því að tryggja sér níu milljarða evra ríkisaðstoð, eða jafnvirði 1.395 milljarða króna.

Hluthafar Lufthansa þurfa nú að samþykkja aðgerðaáætlunina á hluthafafundi sem fer fram 25. júní. „Við ráðleggjum hluthöfum okkar að fara þessa leið,“ sagði formaður yfirstjórnarinnar, Karl-Ludwig Kley, í yfirlýsingu.

Í lok apríl gaf Luft­hansa út viðvör­un þess efn­is að lausa­fé þess myndi klár­ast inn­an fá­einna vikna, fengi það ekki rík­isaðstoð og óskaði það í kjöl­farið eft­ir aðstoð frá rík­is­stjórn­um Þýska­lands, Aust­ur­rík­is, Belg­íu og Sviss.

Fram­kvæmda­stjór­inn Car­sten Spohr tjáði starfs­fólki sínu jafn­framt að fé­lagið væri að tapa einni millj­ón evra á hverri klukku­stund sem liði.

Fyrir viku var greint frá því að flugfélaginu yrði veitt ríkisaðstoð og fékk það tilboð frá stjórnvöldum þess efnis. Það fól í sér aðstoð að fjárhæð 9 milljarða evra en í staðinn myndu hluthafar þurfa að gefa eftir 20% hlut í flugfélaginu.

Yfirstjórn Lufthansa hafnaði því boði og fór fram á að viðræður héldu áfram. Nú hefur yfirstjórnin gengið að öðru tilboði en ekki er ljóst hvaða skilyrðum það er háð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK