Finnar svara kallinu

Þúsundir Finna hafa svarað neyðarópi frá þarlendum bændum vegna kórónuveirunnar en berjauppskera ársins er í hættu vegna skorts á erlendu vinnuafli. Vegna hertra ferðatakmarkana hafa þúsundir farandverkamanna neyðst til þess að afboða sig í berjatínsluna í Finnlandi í sumar.

Að sögn Vesa Koivistoinen, eiganda stærsta jarðaberjabúgarðsins í Hollolahousands, hefur það ekki gerst í 22 ár að finnskir verkamenn taki þátt í berjatínslunni.  En nú eru hundruð Finna að störfum á jarðaberjaökrunum. Allt frá unglingum í eldri borgara. 

Yfirleitt eru 16 þúsund farandverkamenn að störfum við berjatínslu á þessum tíma í Finnlandi og stór hluti þeirra eru útlendingar. En vegna kórónuveirunnar settu stjórnvöld og samtök bænda á laggirnar aðgerðir til að fá nýliða til starfa innanlands. 

Í auglýsingu má meðal annars sjá kaffibrúnt ljóshært par að störfum á hveitiakri og undir myllumerkinu #Seasonwork eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt til að tryggja innlent fæðuöryggi á diska finnsku þjóðarinnar.

 Á sama tíma og aðeins þriðjungur þeirra farandverkamanna sem yfirleitt starfa við finnskan landbúnað á sumrin hafa launin hækkað. 

Á jarðarberjaakri Vesa Koivistoinen eru 350 Finnar að störfum þegar fréttamenn AFP eru þar. Flestir eru námsmenn á aldrinum 15-20 ára en auk þeirra eru ýmsir sem hafa misst vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins.

Sari, sem er 52 ára nuddari, ákvað að slá til þegar hún missti vinnuna vegna COVID-19. „Ég er dóttir bónda og vann á jarðarberjaökrum þegar ég var ung,“ segir hún í samtali við AFP-fréttastofuna. „Þannig að ég vissi á hverju ég ótti von.“

Janne Erola hefur oft áður tekið þátt í landbúnaðarstörfum en aldrei áður berjatínslu. Hann ætlar að vera við berjatínslu þangað til uppskerutímanum lýkur í lok ágúst. hann segir að það taki rúma klukkustund að fylla 7 kg fötu og að hann fái 1,2 evrur fyrir kg. Þeir Finnar sem ná að halda í úkraínsku farandverkamennina fá að auki 10% bónus.

Þetta hefur allt aukið framleiðslukostnaðinn en Koivistoinen segir að hann muni glaður bjóða innlendum verkamönnum störf áfram. Hann fagni því að geta tekið þátt í því að draga úr atvinnuleysi í Finnlandi sem er tilkomið vegna COVID-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK