Kristín og Lella til markaðsdeildar Póstsins

Kristín og Lella hafa tekið til starfa í markaðsdeild Íslandspósts.
Kristín og Lella hafa tekið til starfa í markaðsdeild Íslandspósts. Ljósmynd/Aðsend

Þær Kristín Inga Jónsdóttir og Lella Erludóttir hafa verið ráðnar í markaðsdeild Póstsins en þær hafa þegar tekið til starfa. Báðar eru þær sérfræðingar í markaðsmálum en Kristín sinnir stafrænum miðlum ásamt efnissköpun og Lella sér um ritstýringu, stefnumótun og samþættingu skilaboða fyrir vef fyrirtækisins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Kristín er með víðtæka reynslu af markaðsmálum en hún hefur meðal annars haft mikla aðkomu að markaðsherferðum og efnissköpun í fyrri störfum, þá hefur hún haft umsjón með samfélagsmiðlum og verið í viðburðarstjórnun ásamt mörgum öðrum verkefnum. Hún starfaði síðast hjá Kynnisferðum sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu en áður hafði hún starfað hjá WOW air sem verkefnastjóri markaðsdeildar. Kristín er með MA próf í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands ásamt BA prófi í félagsráðgjöf.

Lella hefur mikla og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Síðast starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Ferðaþjónustu bænda þar sem hún hefur einnig starfað sem sérfræðingur í vef- og markaðsmálum. Hún hefur einnig starfað sem sérfræðingur í markaðsmálum og samskiptum hjá TripCreator og sem framkvæmdastjóri Funky Iceland svo fátt eitt sé nefnt. Lella er með yfirgripsmikla þekkingu af vefmálum og öðrum markaðsmálum og situr í stjórn Samtaka vefiðnaðarins. Hún hefur auk þess mikla reynslu af textagerð, þýðingum og prófarkalestri. Lella er með MA próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og MSc í mannauðsstjórnun frá sama skóla auk BA í sálfræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK