Byrjað að taka við umsóknum um stuðningslán

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu framhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru í apríl. mbl.is/Árni Sæberg

Arion banki, Íslandsbanki, Kvika, Landsbankinn og sparisjóðirnir taka nú við umsóknum um stuðningslán. 

Stuðningslán eru ætluð til að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna samdráttar í rekstri vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningslánin geta numið allt að 10% af tekjum fyrirtækis á rekstarárinu 2019, að hámarki 40 milljónir króna. 

Full ríkisábyrgð er veitt upp að 10 milljónum króna og 85% ríkisábyrgð umfram það, en markmiðið er að tryggja að stuðningslán verði veitt á lágmarksvöxtum. 

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fer fyrir verkefninu og fól Stafrænu Íslandi, að gera umsóknarferlið stafrænt á Ísland.is í samstarfi við viðskiptabankana. Þá höfðu seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra áður gengið frá samningi um umsýslu vegna ábyrgða ríkissjóðs á stuðningslánunum og Seðlabankinn í framhaldinu samið við lánastofnanir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK