115 milljóna gjaldþrot Bryggjunnar brugghúss

Frá brugghúsi Bryggjunnar.
Frá brugghúsi Bryggjunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtals bárust 115 milljóna króna kröfur í þrotabú BAR ehf., rekstrarfélags Bryggjunnar brugghúss, sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl. Skiptunum lauk í byrjun júlí án þess að nokkrar eignir væri að finna í búinu.

Greint er frá skiptunum í Lögbirtingablaðinu. 

Bryggjan var eitt af fyrstu handverksbrugghúsunum hér á landi og var til húsa á Grandagarði. Þar hefur nú verið opnaður annar veitingastaður sem nefnist Barion.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK