Securitas gætir áfengisins

Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja við undirritun samningsins.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

ÁTVR og öryggisfyrirtækið Securitas hafa gert með sér samning um að Securitas taki yfir öryggismál ÁTVR, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samningur fyrirtækjanna var gerður til næstu fjögurra ára og nær yfir heildaröryggismál ÁTVR, það er vöktun, gæslu og öryggisráðgjöf, ásamt tæknilegri þjónustu.

„Securitas veitir fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu í öryggismálum sem var einn að lykilþáttum að ÁTVR valdi okkur sem samstarfsaðila“, er haft eftir Fannari Erni Þorbjörnssyni, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Securitas. 

Sveinn Víkingsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ÁTVR segist einnig ánægður með gerðan samning. 

„Öryggismálin eru eðlilega mikilvægur hlekkur í daglegum rekstri okkar. Það er því nauðsynlegt að allt sé eins og best verður á kosið í þeim efnum og við trúum því að með samningnum höfum við tekið farsælt skref í öryggismálunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK