60 ára og eldri kaupi inn á kvöldin

Walmart lengir afgreiðslutímann.
Walmart lengir afgreiðslutímann. AFP

Stjórnendur verslunarkeðjunnar Walmart tilkynntu í dag að þeir hygðust lengja afgreiðslutíma yfir fjögur þúsund verslana fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Alls eru verslanir Walmart í Bandaríkjunum 4.700 talsins, en afgreiðslutíminn verður lengdur um 90 mínútur í umræddum verslunum. 

Í tilkynningu frá keðjunni segir að verslanirnar verði nú opnar til klukkan 22 á kvöldin, en áður höfðu þær verið opnar til klukkan 20.30. Er þetta gert til að bregðast við þörfum viðskiptavina sökum faraldurs kórónuveiru. 

Síðasta klukkustund afgreiðslutímans er sérstaklega ætluð einstaklingum eldri en 60 ára. Verður þeim þar gert kleift að kaupa inn nauðsynjavörur án þess að eiga á hættu að smitast af veirunni. Vill fyrirtækið með þessu leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn faraldrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK